„Það er ekki heil brú í þessu verðlagi“

Jörundur Guðmundsson veitingamaður, ferðaskipuleggjandi og skemmtikraftur.

Það er ekki heil brú í því verðlagi sem viðgengst á þeim stöðum sem ferðamenn sækja hérlendis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jörundar Guðmundssonar veitingamanns, ferðaskipuleggjanda og skemmtikrafts í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Jörundur sem rekur veitingastaðinn Gamla Pósthúsið í Vogum á Vatnsleysuströnd segir algengt að ferðamenn sem til hans komi í lok ferðar sinnar greini honum frá því að þeim finnist verðlag hér á landi of hátt “ ég fæ að heyra frá þeim hvernig þeim finnist land og þjóð, svo fer það að tala um verðlag við mig og það er ekki heil brú í þeim verðum sem ég er að heyra af og ég er ekki hissa þó útlendingarnir kvarti, ég meina , þeir eru kannski að kaupa plokkfisk á sumum stöðum með rúgbrauðssneið á 4500 krónur svo ég nefni dæmi, eða kaffibolla með vöfflu og rjóma á 2500 krónur, ég fæ athugasemdir í gegnum vefinn Tripadvisor frá útlendingum sem bæði hrósa matnum sem ég er með og að ég sé með með svo gott verðlag miðað við það sem þeir séu búnir að kynnast„,segir Jörnundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila