„Það er með stökustu ólíkindum að fjármálaráðherra lands tali gegn eigin gjaldmiðli“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Það er algjörlega út í hött og með stökustu ólíkindum að fjármálaráðherra lands tali gegn eigin gjaldmiðli. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í vikunni en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur segist ekki vita önnur dæmi um ummæli lík þeim sem að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sem lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill „ þetta á bara ekki að gerast að fjármálaráðherra sem hefur það hlutverk að vera varðmaður gjaldmiðilsins skuli taka gegn honum, það væri skynsamlegra að hann talaði fyrir því að vextir yrðu lækkaðir, Seðlabankinn hefur reyndar vald yfir því en í lögum um Seðlabankann segir í fyrstu grein að Seðlabankinn eigi að vera sjálfstæður í störfum sínum við það að fylgja stefnu ríkisstjórnar„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila