„Það eru alltaf einhverjir ríkisbubbar sem raðast á garðann“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Það er nóg komið af því að efri lög samfélagsins fái endalausar launahækkanir á meðan hinir verst settu sitja eftir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingi Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Inga segir að hún spái harðri kjarabaráttu á komandi vetri “ við sjáum þetta frábæra nýja fólk í forustu verkalýðsfélaganna sem ætlar sér að taka á þessum málum, hér hafa það alltaf verið einhverjir ríkisbubbar sem raðast á garðann, það er kominn tími á að það hætti„,segir Inga. Þá kallar Inga eftir ábyrgð ráðamanna “ hér hafa alltaf verið einhverjir strútar sem stinga bara höfðinu í sandinn og taka ekkert á málunum„,segir Inga. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila