„Það eru forréttindi að fá að þræla og basla“

Jón Ragnar Ríkharðsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Það eru forréttindi að fá að þræla og basla og hafa svolítið fyrir lífinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Ragnars Ríkharðssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Jón segir að hans helsta gæfa í lífinu hafi verið þegar hann missti allt sitt og leitaði ráða hjá ömmu sinni “ ég var búinn að missa frá mér íbúðina, bátinn og konuna og hafði gert alls kyns vitleysu og ég fór til ömmu, hún var minn mesti trúnaðarvinur og spurði hana niðurbrotinn hvað ég ætti til bragðs að taka, þá lítur gamla konan á mig og segir “ ég ætla bara að biðja þig um drengur að gera mér gamalli konunni ekki það að horfa upp á ungan og hraustann mann væla eins og aumingja„, og þetta var sú besta áfallahjálp sem ég hef fengið“,segir Jón Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila