„Það eru lágmarksmannréttindi að hafa aðgang að húsnæði“

Jens G. Jensson fyrrverandi skipstjóri.

Það ættu að vera lágmarksmannréttindi að hafa aðgang að húsnæði til þess að búa í óháð hvort um sé að ræða eignarhúsnæði eða leigumarkaði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens G Jenssonar fyrrverandi skipstjóra í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Jens segir að erfitt geti reynst að brúa það bil sem myndist þegar eftirspurn eftir húsnæði eins og raun ber vitni, þá segir hann það umhugsunarefni þegar atvinnustarfsemi sé farin að taka sneið af þeim húsnæðismarkaði sem eigi þegar erfitt uppdráttar „ það er orðin gríðarleg samkeppni, það er að segja þegar það er farið að leigja út íbúðir í íbúðarhverfum sem skipulögð hafa verið sem íbúðarhverfi undir atvinnustarfsemi, þetta á ekkert að leyfa, það á að banna þetta eða að minnsta kosti að takmarka þetta verulega vegna þess að sveitarfélög leggja út lóðir og skipuleggja sem íbúðahverfi eftir þörfum„,segir Jens.

Athugasemdir

athugasemdir