Þingmenn Viðreisnar gagnrýna aðgerðarleysi stjórnvalda í kjaramálum kennara

Þingflokkur Viðreisnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og sökuð um aðgerðarleysi í kjaramálum kennarastéttarinnar. Í yfirlýsingunni segur meðal annars að afleiðingarnar af aðgerðarleysi stjórnvalda séu þær að lítil nýliðun verði í greininni sem komi bæði niður á starfsfólki og nemendum. Þá segir einnig að ríkisstjórnarflokkarnir standi í raun í vegi fyrir framförum í málaflokknum “ Aðgerðarleysi stjórnvalda er ámælisvert eitt og sér. Það er sérstaklega alvarlegt að horfa upp á ríkisstjórnarflokkana þrjá, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokk og Framsókn nýta þingstyrk sinn til að standa í vegi fyrir þessari löngu tímabæru leiðréttingu á sama tíma og ríkisstjórnin hælir sér af stórsókn í menntamálum.  Tillagan um þjóðarsáttina er löngu tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða hana. Við í Viðreisn tökum undir ályktun Félags grunnskólakennara og skorum á ríkisstjórnina að taka ályktunina til afgreiðslu um leið og þing kemur aftur saman„,segir í yfirlýsingunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila