Þjóðfylkingin mun ekki taka þátt í að mynda vinstristjórn

gustafniels-002Gústaf Níelsson sagnfræðingur og efsti maður á lista Íslensku Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík norður segir að það felist ákveðinn stöðugleiki í því ef menn kjósi Íslensku þjóðfylkinguna. Þetta kom fram í máli Gústafs sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær. Gústaf segir að Íslenska þjóðfylkingin muni ekki taka þátt í neinum fíflagangi og þá muni hún ekki taka þátt í myndun vinstristjórnar “ það er alveg klárt, maður með sæmilega dómgreind getur ekki leyft sér að halda því opnu að hér eigi að vera vinstristjórn í landinu, það er alveg glapræði, það er hreint glapræði þannig við munum ekki stuðla að því„,segir Gústaf.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila