Þrír látnir og fjölda saknað eftir gassprengingu í fjölbýlishúsi í Rússlandi

Að minnsta kosti þrír létust og á áttunda tug manna er saknað eftir að öflug gassprenging varð í fjölbýlishúsi í borginni Magnitogorsk í morgun. Um 1100 manns búa í fjölbýlishúsinu og er það að mestu kynnt með gasi sem talið er að hafi valdið hinni gífurlegu sprengingu. Hluti byggingarinnar hrundi í sprengingunni og eru hundruð björgunarmanna við leit í rústunum við erfiðar aðstæður. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur fyrirskipað að Jevgení Sinitsjev heilbrigðisráðherra landsins fari á svæðið og hafi yfirumsjón með björgunaraðgerðum og verði öðrum íbúum hússins innan handar. Lesa má nánar um málið og sjá myndskeið af vettvangi á vef RT með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila