Þrír stjórnarmenn Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vilja að Sveinbjörg segi af sér

Aðeins þrír stjórnarmenn Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík tóku þá ákvörðun um að stjórn Félagsins myndi lýsa yfir vantrausti í garð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í kjölfar ummæla hennar um sokkinn kostnað borgarinnar vegna grunnskólakennslu fyrir börn hælisleitenda. Ragnar Rögnvaldsson staðfesti í samtali við Úvarp Sögu að aðeins fjórir stjórnarmenn hefðu komið að ákvörðuninni sem tekin var í gær á fundi sem fjórmenningarnir sátu. Í síðdegisútvarpinu í dag ræddur Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson við Ragnar og sagði hann vantraustsyfirlýsinguna eiga rætur að rekja bæði til moskumálsins svokallaða og svo umræddra ummæla Sveinbjargar um sokkinn kostnað, og að það væri fyrst og fremst hagfræðihugtakið sem Sveinbjörg notaði þ,e sokkinn kostnaður sem færi fyrir brjóstið á stjórn félagsins. Ragnar segir tillöguna hafa hlotið samþykki þriggja stjórnarmanna af þeim fjórum sem sátu fundinn. Aðspurður um hvort þeir þrír sem hafi samþykkt tillöguna vilji að Sveinbjörg segi af sér segir Ragnar ” já við viljum það, það felst í þessari vantraustsyfirlýsingu“.

Athugasemdir

athugasemdir