Tollasamningur kæmi afar illa við kjötframleiðendur

kjotsindriSindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir að ef tollasamningur yrði samþykktur á Alþingi kæmi það verst niður á kjötframleiðendum innanlands. Sindri sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í gær segir útspil ríkisstjórnarinnar í málinu hafa komið bændum á óvart „þetta er ekki alveg í takt við það sem við áttum von á frá ríkisstjórninni sem ætlaði að efla matvælaframleiðslu og þess vegna höfum við talið mjög mikilvægt að ræða þennan búvörusamning áður en menn fullgilda þennan tollasamning, við erum ekki að gera neinar kröfur með það að tollasamningur verði fullgildur, það er ákvörðun þingsins hvað þeir ætla að gera með það„,segir Sindri. Hann segir að verði hann hins vegar samþykktur komi það illa niður á vissum greinum landbúnaðarins „ það mun þýða það að það verði þó nokkuð tekjutap í all mörgum greinum landbúnaðar og sérstaklega er það kjötmarkaðurinn sem mun koma illa út, þetta mun koma mjög illa út fyrir svínaræktina, einnig fyrir alifuglarækt og nautgriparækt„,segir Sindri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila