Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar

Gígja, dóttir Tryggva Ólafssonar, tók við verðlaununum fyrir hönd föður síns og flutti þakkir hans og kveðju.

Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður var í gær í Kaupmannahöfn á Hátíð Jóns Sigurðssonar forseta verðlaunaður fyrir störf sín í þágu íslenskrar myndlistar. Verðlaunin eru afhent árlega við hátíðlega athöfn og eins og fyrr segir féllu þau að þessu sinni í hlut Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns. Stjórn Jónshúss gerði tillögu um verðlaunahafa til forsætisnefndar Alþingis. Í rökstuðningi stjórnar sagði, meðal annars að: „Tryggvi er sá íslenski listmálari sem lengst hefur búið og starfað í Danmörku. Þá hefur Tryggvi haldið flestar listsýningar af íslenskum málurum, alls um 35, í Danmörku, auk fjölda samsýninga.“  „Fyrir ævistarf Tryggva Ólafssonar í þágu myndlistar og framlag hans til eflingar menningarsamskipta Íslands og Danmerkur hlýtur hann Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila