Tveir handteknir í lögregluaðgerðum við Bríetartún

Tveir menn voru handteknir í morgun í aðgerðum sérsveitar lögreglunnar við Bríetartún. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var farið í umræddar aðgerðir eftir að vísbendingar höfðu borist í tengslum við mál sem lögreglan hefur haft til rannsóknar. Vegna gruns um að menn sem höfðust við í íbúð sem aðgerðirnar beindist að væru vopnaðir hnífum þótti nauðsynlegt að leita aðstoðar sérsveitarinnar, en í ljós kom að mennirnir voru óvopnaðir. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila