Tveir handteknir vegna vopnaðs ráns í Pétursbúð

Tveir hafa verið handteknir grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Pétursbúð síðdegis í gær. Ræningjarnir ógnuðu starfsmanni verslunarinnar með barefli og höfðu á brott með sér tóbak og reiðufé. Mennirnir sem voru handteknir voru vistaðir í fangaklefa og verða yfirheyrðir síðar í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að starfsmaður verslunarinnar hafi brugðist rétt við atvikinu og að hann hafi ekki sakað en þó hafi honum verið talsvert brugðið.

Athugasemdir

athugasemdir