Unnið að nýjum heildarlögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Dómsmálaráðuneytið.

Ný heildarlög um  aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru nú í vinnslu í Dómsmálaráðuneytinu og hafa drög af frumvarpi nýju laganna verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Frumvarpið er samið af starfshópi sem dómsmálaráðherra skipaði vegna innleiðingar á fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins, auk valinna ákvæða úr fimmtu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins. Fram kemur í tilkynningu að þrátt fyrir að um heildarskoðun laganna sé að ræða byggi lögin að megninu til á grunni eldri laga. Meginefni laganna snýr að skyldu tilkynningarskyldra aðila til að framkvæma áreiðanleikakönnun, haga innra skipulagi með þeim hætti að þeim sé kleift að greina grunsamlegar færslur og tilkynna til skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu allar grunsamlegar færslur eða viðskipti. Smelltu hér til til þess að skoða frumvarpið í samráðsgátt.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila