Upplifði sprengjuárásir þegar hann starfaði í Bagdad á stríðstímum

Börkur Gunnarsson blaðamaður og rithöfundur.

Það hefur djúp áhrif á fólk að vinna á stríðshrjáðum svæðum og tekur á taugarnar að vera í sífelldri hættu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Barkar Gunnarssonar blaðamanns og rithöfundar í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Börkur ræddi um veru sína í Bagdad þar sem hann starfaði á sínum tíma sem upplýsingafulltrúi NATO. Hann segir að fjölskylda hans hafi ekki verið sátt við veru hans þar „ þau voru alls ekki ánægð, það voru gerðar um 90 árásir daglega á því svæði sem ég dvaldi, þetta var slæm ákvörðun en launin voru góð og þetta var flottur starfstitill og fjölskyldan gat leyft að kaupa sér ýmislegt,  en auðvitað er þetta bara algjör vitleysa, maður á að vera nálægt þeim sem maður elskar og þykir vænt um„,segir Börkur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila