Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Karlmaður á þrítugsaldri sem stakk tvo menn á Austurvelli aðfararnótt sunnudags hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Eins og greint hefur verið frá voru brotaþolarnir sem eru frá Albaníu fluttir á slysadeild þar sem hlúð var að þeim en annar mannanna sem varð fyrir árásinni er lífshættulega slasaður. Tildrög árásarinnar eru enn óljós.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila