Útilokun Juliu frá Eurovision staðfestir að keppnin sé lituð af pólitík

Sú staðreynd að Úkraínumenn heimili ekki rússnesku söngkonunni Juliu Samoilovu að koma til Úkraínu í þeim tilgangi að keppa í Eurovision staðfestir að keppnin sé lituð af pólitík af hálfu EBU. Þetta kom fram í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Haukur segir að þær skýringar sem gefnar hafa verið á útilokuninni séu einungis fyrirsláttur og bendir á að samkvæmt reglum keppninnar ætti í raun alls ekki að halda hana í Úkraínu þar sem stríðsátök eigi sér stað í landinu. Haukur segir að leyniþjónusta Úkraínu standi á bak við málið “ það eru þessir leyniþjónustumenn í Kiev sem gefa út þessar tilskipanir og væntalega er það svoleiðis að landamæraeftirlitið verður að fara að skipunum leyniþjónustunnar„,segir Haukur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila