Útskýringar Lífar á trúnaðarbresti ósvífni

Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins

Þær útskýringar Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna á því hvaðan hún fékk trúnaðarupplýsingar sem vörðuðu setu minnihlutafulltrúa í nefndum og ráðum eru ósvífnar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar varaborgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Baldur bendir á að erfiðlega hafi gengið að fá upplýsingar frá Líf um hvaðan hún hefði upplýsingarnar „svo kom sú skýring að hún hefði sennilega heyrt þetta á kaffihúsi, það er auðvitað hrein ósvífni að láta þetta frá sér fara“, segir Baldur.

 

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila