Vantreysta Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun

Andstæðingar Stóriðju í Helguvík vantreysta Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun vegna þess hvernig málum hefur verið háttað varðandi verksmiðju United Silicon í Helguvík. Þórólfur Júlían Dagsson stjórnarmaður í samtökunum gagnrýnir stofnanirnar harðlega og segir þær bera ábyrgð á því hvernig málin standa ” Þessar stofnanir virðast vera vanhæfar til þess að meta hvort kísilverksmiðjur séu tilbúnar eður ei. Því spyr ég: Hvernig stendur á því að við erum að reisa hér á Íslandi kísilver ef Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun geta ekki einu sinni sagt hvort verksmiðja sé tilbúin til reksturs eða ekki? Það gæti vissulega verið rangt og stofnanirnar hafi vitað allan tímann að ekki væri um fullbúna verksmiðju að ræða – en þá af hverju að leifa henni að fara í rekstur?“,skrifar Þórólfur í grein sem hann sendi fjölmiðlum í morgun.

Skortur á tæknikunnáttu og frágangur í molum

Þá bendir hann á að mikið skorti upp á tæknikunnáttu og búnað auk þess sem frágangur á svæðinu sé óásættanlegur “Frágangur í Helguvík er með öllu óásættanlegur. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig leyfi fékkst fyrir því að reisa segldúksskemmur á opnu svæði þar sem vindar geta hæglega blásið þær niður. Þá er viðarkurl  geymt í opnum haugum og hefur nú dreift sér yfir stórt svæði. Þetta er ekki í lagi.“.

Heilsa almennings njóti vafans umfram hagsmuni fjárfesta

Þórólfur segir ljóst að úrbóta sé þörf og að breyta þurfi lögum um mengunarvarnir ”  ein af meginreglum alþjóðlegs umhverfisréttar, en kjarni hennar er sá að ekki skuli láta óvissu um afleiðingar til tekinna athafna eða athafnaleysis koma í veg fyrir að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða. Í þessari reglu felst einnig sú hugsun að stjórnvöld geti ekki skýlt sér bak við vísindalega óvissu til að forðast varúðarráðstafanir. Fólk og heilsa þess eiga að njóta vafans umfram hagsmuni fjárfesta og pólitíska hagsmuni. Í því skyni væri lag að efla samstarf Embættis Landlæknis og Umhverfisstofnunar til að koma í veg fyrir mengun. Eínnig mætti gera auknar kröfur um menntun starfsfólks Umhverfisstofnunar sem veitir starfsleyfi og fylgi þeim eftir með eftirlisferðum, frekar en að treysta á álit iðnfyrirtækisins og ráðgjafa þess.“,segir Þórólfur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila