Vantrú býður upp á draugabanaþjónustu

Félagið Vantrú býður fólki sem hefur orðið vart við draugagang á heimilum sínum upp á sérstaka draugabanaþjónustu sem felst í því að greina draugaganginn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sindra Guðjónssonar fyrrverandi formanns Vantrúar í þættinum Báknið burt, en Sindri var gestur Ernu Ýrar ásamt Ásmundi Guðjónssyni varaformanni ungra Pírata. Að Sögn Sindra hefur verið fremur lítið að gera í draugabanaþjónustunni, en hvernig fer þjónustan fram? “ ég man eftir frétt þar sem fram kom að reimt væri í einhverjum skála, gistiskála fyrir göngufólk, þá hefði verið tilvalið að hringja í okkur og þá hefðum við mætt og komist að hvaða reimleikar væru á ferðinni, hvort það glamraði í pípulögnunum eða brakaði í timbrinu„,segir Sindri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila