Varnarbandalag opinberra starfsmanna á móti allri samkeppni í heilbrigðisgeiranum

Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur.

Þegar upp spretta hugmyndir um samkeppni á heilbrigðissviðinu rísa upp öfl sem vilja ekki að slíkar hugmyndir nái fram að ganga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Víglundar Þorsteinssonar lögfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Víglundur segir að um sé að ræða nokkurs konar bandalag rísi upp í hvert sinn sem slíkar hugmyndir eru ræddar “ og nú er ég ekki að tala um einkavæðingu, heldur bara samkeppni sem að ríkið borgar báðum megin frá, um leið og það er talað um slíka samkeppni þá rísa upp öfl sem segja, svívirða, útilokað, má ekki, og það er varnarbandalag opinberra starfsmanna sem eru Vinstri grænir og Ríkisútvarpið„,segir Víglundur.

Athugasemdir

athugasemdir