Vatnsauðlindir skapa Íslandi einstaka sérstöðu í matvælaframleiðslu

Vattenverk. 100 procent rent vatten pumpas upp ur underjorden. 2005-10-24. Foto Magnus Froderberg/norden.org

Í nýrri skýrslu Arion banka um matvælaframleiðslu á Íslandi kemur fram að þær miklu vatnsauðlindir sem íslendingar búi yfir skapi Íslandi algjöra sérstöðu í matvælaframleiðslu, þar sem slík framleiðsla er í eðli sínu vatnsfrek. Í skýrslunni kemur fram að virði vatnsauðlinda í heiminum muni aukast stórlega í framtíðinni þar sem búist er við auknum vexti í efnahagsumsvifum heimsins auk þess sem íbúafjöldi jarðar muni eðli málsins samkvæmt margfaldast á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland búi enn vel hvað vatnsforða varðar til framtíðar enda sé tiltölulega mikil úrkoma hérlendis auk þess sem íslenskir jöklar séu gríðarstór vatnsforðabúr í föstu formi. Til marks um umfang vatnsforða landsins myndu vatnsbirgðir landsins duga í um eitt þúsund ár þó engin endurnýjun yrði á birgðum vatnsins í formi rigningar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila