Vegir víða lokaðir vegna ófærðar

Vegir eru víða lokaðir vegna ófærðar og búist er við að fleiri leiðir lokist næstu tvo sólarhringa sökum slæmrar veðurspár, og því er rétt að vekja athygli á því að fólk ætti ekki að leggja í ferðalög á vanbúnum bílum. Nú þegar hefur leiðinni milli Markarfljóts og Víkur verið lokað, auk þess sem Mývatns og Möðrudalsöræfi eru lokuð, þá er Fróðárheiði einnig lokuð. Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn. Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn. Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum.

Veðurspáin

Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi sem saman saman því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.  17-22 m/s og skyggni lélegt jafnvel minna en 100 m. Þá verða sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýradal 30-40 m/s.  Frá Lómagnúpi og austur að Höfn, allt að 45 m/s í hviðum og síðar meir einnig í Hamarsfirði og á sunnanverðum Austfjörðum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila