Verið að leggja líf fólks í hættu með birtingu haturslista

gustafnielssonGústaf Níelsson sagnfræðingur sem er einn þeirra fjölmörgu sem Gunnar Waage birti mynd af á vefsvæði Sandkassans og kallaði nýrasista segir að með birtingu listans sé verið að leggja líf þeirra sem á listanum eru í hættu. Gústaf sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir á að á undanförnum misserum hafi fólk verið myrt eftir slíkum listum „ enda ganga eins og allir vita öfgamúslimar hér ljósum logum um alla Evrópu og drepa fólk ýmist af handahófi eða eftir einhverjum listum„,segir Gústa. Gústaf boðar að hann muni kæra Gunnar vegna málsins “ auðvitað er ekki undan því vikist að kæra svona háttarlag til lögreglu og ég tel það að lögreglan geti ekkert vikist undan því að rannsaka tilurð svona lista og í hvaða tilgangi er til hans stofnað, og síðan að leggja mat á hættuna sem fólkinu kann að vera stofnað í því þetta er ekkert grín„,segir Gústaf.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila