Verkalýðsforingjar mjög ánægðir með kjör Ragnars Þórs Ingólfssonar í formannsembætti VR

Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness eru afar ánægðir með að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið kjörinn formaður VR en þeir voru viðmælendur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag. Aðalsteinn og Vilhjálmur eru sammála um að með kjöri Ragnars séu félagsmenn í VR að lýsa yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ en Ragnar hefur verið afar gagnrýninn á störf Gylfa undanfarin ár. Þeir segja Ragnari vel treystandi til þess að taka á þeim málum sem brýnast sé að taka á og taka sérstaklega fram verðtryggingarmálin í því sambandi og ekki verði hægt að kaupa Ragnar til hlýðni.

 

Athugasemdir

athugasemdir