Verkalýðsleiðtogar íhuga að stofna stjórnmálaflokk

Ragnar Þór Ingólfsson, Guðmundur Helgi Þórarinsson og Guðbjörg Kristmundsdóttir.

Verkalýðsleiðtogar sem að undanförnu hafa komið nýjir inn á svið verkalýðsmála útiloka ekki að stofnaður verði stjórnmálaflokkur til þess að berjast fyrir réttindum verkafólks og launafólks í landinu. Þetta kom fram í máli Guðmundar Helga Þórarinssonar formanns VM og Guðbjargar Kristmundsdóttur verðandi formanns Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR, og Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns verkalýðsfélagsins Framsýnar, í þættinum Vinnuskúrinn í dag en þau voru gestir Gunnars Smára Egilssonar. Bæði Guðmundur og Guðbjörg segja að það komi vel til greina að stofna flokk og tekur Ragnar Þór undir það og segir að hann sé tilbúinn að taka þann slag að standa að stofnun nýs stjórnmálaafls “ það er alveg á hreinu að ef menn ætla ekki að hlusta á almenning þá munum við þétta raðirnar og þá trúi ég því að stofnun slíks stjórnmálaafls verði að veruleika því ef kröfum verður ekki mætt þá munum við sækja fram á svið stjórnmálanna, það er alveg klárt„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila