Vilja fara norsku leiðina í málefnum hælisleitenda

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar.

Íslenska Þjóðfylkingin sem stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins í komandi þingkosningum vill fara norsku leiðina í málefnum hælisleitenda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Þorleifssonar formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur bendir á að þegar norska leiðin sé gagnrýnd af andstæðingum hennar geti menn einnig horft til annara landa í þeim efnum “ menn tala um að norðmenn séu með hörðustu reglur í Evrópu, en hvað eru hin ríkin að gera?, þau eru að taka upp nákvæmlega sömu reglur„,segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur að einnig verði að tryggja að einstaklingar sem koma hingað til lands í þeim tilgangi að stunda hér atvinnu búi við sömu launakjör og aðrir í landinu og segir norsku leiðina í þeim efnum einnig ákjósanlega “ við verðum að taka þar upp norsku aðferðina þannig að því sé fylgt eftir að þeir séu á sömu launum og ætlast sé til að séu á vinnumarkaðnum, þú ferð ekkert á vinnumarkað í Noregi nema búið sé að tryggja að viðkomandi einstaklingur sé á réttum launum miðað við norskt kerfi„,segir Guðmundur. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila