Vilja fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldri borgara

arnipallfrettaÁrni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir samfylkingarmenn vilja fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldri borgara. Árni sem var gestur gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir mikilvægt að hafa í huga að fólk vilji hafa aðgengi að hjúkrunarheimili verði það alvarlega veikt en jafnframt vilji það geta búið heima “ en fólk vill líka geta mögulega búið sér en í samfélagi við aðra án þess að búa í dýrum þjónustuíbúðum þar sem hver er lokaður inni í sínu hólfi og við settum af stað vinnu þegar ég var formaður Samfylkingarinnar undir forustu Rannveigar Guðmundsdóttur fyrrverandi félagsmálaráðherra að byrja að skoða leiðir fyrir fjölbreyttari búsetuform eldri borgara, þetta er eitthvað sem mig langar að vinna mikið með ef við fáum til þess afl og komumst í ríkisstjórn„,segir Árni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila