Vilja skerpa á tilkynningarskyldu um dýrasjúkdóma

Starfshópur um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna vill að skerpt verði á tilkynningaskyldu almennings um dýrasjúkdóma. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu starfshópsins sem gerð var að beiðni yfirvalda. Í skýrslunni kemur fram að starfshópurinn vilji að tilkynningaskyldan verði víðtækari en hún sé í dag en í því felst meðal annars að sjúkdómar i dýrum sem sem ekki séu á lista yfir tilkynningarskylda sjúkdóma, uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Sem dæmi um þau skilyrði sem myndu gera það að verkum að sjúkdómurinn yrði tilkynningaskyldur eru t,d að sjúkdómurinn hafi ekki verið til staðar í landinu svo vitað sé, valdi óvenjulegum sjúkdómseinkennum, tíðni sjúkdómseinkenna séu óvenju mikil, eða valdi alvarlegum veikindum í fólki eða dauða. Þá er lagt til að stofnað verði sérstakt ráð sem fari með leyfisveitingar, réttindamál og endurmenntun dýralækna og heilbrigðisstarfsmenn dýra, og þá muni ráðið jafnframt sjá um meðferð kærumála og annara álitamála.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila