Vill að þeir sem misstu eignir vegna gjörða Steingríms Joð fái sanngirnisbætur

viglundurmyndVíglundur Þorsteinsson lögfræðingur segir að greiða ætti þeim sem misstu aleigu sína í vogunarsjóðina vegna gjörninga Steingríms Joð Sigfússonar í tíð norrænu Velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sanngirnisbætur. Þetta kom fram í máli Víglundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Víglundur segir vel hægt að gera það að kosningamáli hvernig bæta eigi þeim sem misstu allt skaðann sem þeir urðu fyrir “ það væri nú kannski bara rétt, skynsamlegt og eðlilegt umræðuefni í næstu kosningum hvernig eigi að bæta því fólki fólskuverk Steingríms J. Sigfússonar, það er verið að bæta mönnum níðingsverk í Landakotsskóla, Breiðuvík og hvað sem er, Jóhanna og Steingrímur áttu upptökin að því en hvernig væri að opna umræðuna á einhverjar sanngirnisbætur fyrir fólk sem varð fyrir slíkum fólskuárásum„,segir Víglundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila