Vill fella ákvæði um uppreist æru úr lögum

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins vill að ákvæði um uppreist æru verði fellt úr lögun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Inga segir ákvæðið vera bæði hallærislegt, úrelt og ekki í nokkrum takti við vilja almennings “ best væri náttúrulega bara að fleygja þessu hallærislega og úrlelta eldgamla ákvæði út í hafsauga vegna þess að það er algjörlega í andstöðu við vilja þjóðarinnar, bara burt með þetta ákvæði um uppreist æru og þá þarf enginn að velkjast í vafa um það hvort taka þurfi einn út fyrir sviga eða ekki„,segir Inga

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila