Vill grípa til aðgerða vegna sinnuleysis stjórnvalda í úrbótum Reykjanesbrautar

Þórólfur Júlían Dagsson stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum.

Grípa verður til harðra aðgerða til þess að knýja á um að breytingar til þess að bæta öryggi á Reykjanesbraut verði kláraðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórólfs Júlíans Dagssonar stjórnarmeðlims Pírata á Suðurnesjum í morgunútvarpinu í morgun en hann var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Þórólfur bendir á að ástandið á Reykjanesbraut sé afar bágborið þrátt fyrir tvöföldun vegarins og nú sé svo komið að lífshættulegt sé í raun að fara þar um, og nú sé brýn þörf á aðgerðum “ fólk getur til dæmis tekið þátt með því að fylgjast með á Stopp hópnum á Facebook, þar getur fólk tjáð hug sinn og afstöðu sína til málsins„,segir Þórólfur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila