Vill koma á 50% skattaafslætti í nóvember ár hvert

gfranklinGuðmundur Franklín Jónsson hótelstjóri, viðskiptafræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vill að gefin verði 50% afsláttur á tekju og söluskatti í nóvember ár hvert, eins og gert er í Noregi. Guðmundur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær segir að með þessu færist jólaverslunin framar, auk þess sem hann telur að þessi leið muni auka tekjur ríkisins til lengri tíma „ þá væri heldur ekki þessu höfuðverkur yfir því að borga af kreditkortinu í janúar – febrúar, við höfum alveg efni á þessi, sjáðu til að þetta kemur svo margfalt til baka, fólk myndi nýta sér þetta og versla meira, við þurfum ekkert að óttast að þetta væri mikil skerðing á tekjum ríkisins, ég held að þetta auki jafnvel tekjur ríksins til lengri tíma litið„,segir Guðmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila