Yfirheyrslum yfir skipverjunum lokið

myndfundurYfirheyrslum yfir þremur skipverjum togarans Polar Nanoq vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er lokið. Talið er að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fyrir hádegi í dag en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi rannsóknarinnar hefur staðfest að málið sé nú rannsakað sem sakamál. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað kom fram í yfirheyrslunum. Mennirnir þrír sem handteknir voru og yfirheyrðir í nótt eru allir grænlendingar. Leit að Birnu Brjánsdóttur heldur áfram í dag en leitin fer fram í og við Hafnarfjörð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila