19 skotárásir í Svíþjóð eftir lögreglumorðið í Gautaborg – RÚV segir ekki frá neinni

Skotárásirnar leysa hverja af í linnulausum straumi í Svíþjóð. Fólk drepið, saklausir særast. Glæpamenn koma á mótórhjólum og keyra að veitingastöðum og skjóta á fólk við snæðing úti jafnt sem inni. Lögreglumaður drepinn um hábjartan dag. Svíar eru að ærast yfir öllum glæpamönnunum sem eru farnir að ógna daglegu lífi í öllu landinu.

Athugun á heimasíðu lögreglunnar um skotárásir eftir morðið á Andreas Danman í Gautaborg 30. júní s.l. sýnir að 19 skotárásir hafa verið framdar í landinu á þessum 11 dögum. RÚV hefur ekki sagt frá neinni þeirra og gefur þar með í skyn að mun meiri friður ríki í landinu en satt er. Spurningin er hvaða hagsmuni RÚV er að verja með því að leyna sænska ástandinu fyrir Íslendingum.

Vinna baki brotnu frá morgni til kvölds að missa af fréttum

Vitna má í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 9. júlí en þar segir: „En vandinn við það er aftur sá að það ríkir öngþveiti í Svíþjóð. Um það verður ekki deilt. Það vita þeir sem þar búa og það vita frændur og nágrannar, einnig hér á Íslandi. Allir nema „RÚV“, sem rekur sérstaka fréttastofu sem vinnur í því frá morgni til kvölds að missa af fréttaefni sem fer í taugarnar á þeim.“

Hér er engu orði of aukið, því af 20 skotárásum í Svíþjóð undanfarna 11 daga hefur RÚV misst af 19. Höfundur Reykjavíkurbréfs tekur einnig upp loðna lofrullu endurkomins vantreysts, brottrekins, forsætisráðherra Stefan Löfvens, á þingið sem lofar „sterkari, öruggari og enn jafnari Svíþjóð“ en áður. Reykjavíkurbréfið segir: „Hvað slíkt frasatal þýðir veit svo sem enginn. Ef að forsætisráðherrann meinar hins vegar það, að nú einkenni „öryggi“ sænska tilveru og það sé sú tilfinning sem flestir landar hans hafi, þá gæti hann sjálfsagt auðveldlega fengið vinnu á „fréttastofu RÚV“ að lokinni þessari. Þar virðist skilyrðið stundum ekki annað en að vita hvorki upp né niður og geta komið því á framfæri þannig að enginn sé nokkru nær.“

20 skotárásir á 11 dögum – RÚV segir frá einni

10. júlí 

  • Skotárás i Tensta/Stokkhólmi
  • Skotárás í Helsingjaborg
  • Skotárás í Malmö
  • Önnur skotárás í Malmö
  • Önnur skotárás í Helsingjaborg
  • Skotárás í Uppsala

9. júlí 

  • Skotárás í Kungälv/Gautaborg
  • Skotárás í Upplands Väsby/Stokkhólmi
  • Skotárás í Gävle
  • Skotárás í Västerås

8. júlí 

  • Skotárás í Uppsala
  • Skotárás í Malmö

7. júlí

  • Skotárás í Haninge/Stokkhólmi

6. júlí

  • Skotárás í Stokkhólmi
  • Skotárás í Huddinge/Stokkhólmi

5. júlí

  • Skotárás í Rinkeby/Stokkhólmi
  • Sprengjuárás í Trelleborg

3. júlí

  • Skotárás í Upplands Väsby/Stokkhólmi
  • Hnífaárás í Stokkhólmi

2. júlí

  • Skotárás í Östersund

1. júlí

  • Skotárás í Huddinge/Stokkhólmi

30. júní

  • Skotárás í Gautaborg, lögreglumaðurinn Andreas Danman myrtur (RÚV sagði frá þessarri árás)

Sönn lýsing á einni skotárásinni s.l föstudag í Gautaborg

Uppfært 13. júlí: myndbandið á Samnytt er verndað á bak við áskrift en blaðið Expressen hefur birt sömu mynd og gert hluta hennar óskýra og tekið burtu hljóðið sem má sjá hér.


Til að fólk geti áttað sig á ástandinu í Svíþjóð fylgir hér linkur á heimasíðu óháða miðilsins samnytt.se sem hefur birt myndband sem náðist af skotárás í Gautaborg s.l. föstudag, þegar viðskiptavinur á rakarastofu var myrtur á hrottalegan hátt um miðjan dag. Útvarp Saga varar við sterkum myndum sem ekki er við hæfi allra að sjá sem og ALGJÖRU BANNI við afritun eða sendingu myndbandsins sem slíks áfram, sem þú sem einkaaðili brýtur lög ef þú gerir. Hins vegar er löglegt að senda linkinn á efnið til annarra. Samnytt skrifar að miðillinn velji að birta myndbandið svo fólk sjái með eigin augum hvernig ástandið er orðið í landinu, þar sem ekkert tiltökumál er lengur fyrir glæpamenn að drepa saklaus börn og móður með ungabarn í fanginu. Segir miðillinn að allir miðlar taki ekki ábyrgð á því að segja frá ástandinu með þeim afleiðingum, að stjórnmálamenn fái ekki nægjanlega þrýsting til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að stöðva ofbeldisþróunina.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila