2.000 fræði- og vísindamenn í uppreisn gegn siðferði rétttrúnaðarins

Yfir 2.000 sænskir fræði- og vísindamenn hafa skrifað undir opið bréf til þingmanna og krefjast breytinga á fyrirkomulagi svokallaðs „siðferðismats“ á rannsóknarstörfum.

Frjálsir tímar greina frá: Bakgrunnur mótmælanna er, að pólitískir rétttrúnaðarpostular í siðferðisnefnd vísindamanna, reyndu að fá prófessor Kristinu Sundquist við háskólann í Lundi dæmda fyrir „glæp“ vegna þess að hún rannsakaði nauðganir þar sem innflytjendur voru í meirihluta. Kom fram í skýrslunni að 60% nauðgana á árunum 2000-2015 voru framin af innflytjendum. Nákvæmlega eins og aðstandendur skýrslunnar óttuðust, þá var málið kært vegna stjórnmálaviðkvæmni í innflytjendamálum. Gagnrýni vísindasamfélagsins á pólitíska rétttrúnaðinn hefur ekki látið bíða eftir sér og mikið verið rætt um hversu mikil hindrun núverandi kerfi er fyrir almenn fræði- og vísindastörf.

Valdhafar geta stöðvað rannsóknir á málum eftir hentugleika

Í byrjun maí sendu stjórnmálafræðingarnir Peter Esaiasson og Jacob Sohlberg frá sér viðvörun um siðferðiskerfi fræðimanna í umræðugrein í Svenska Dagbladet. Þar sögðu þeir frá því, að þeir hefðu fengið synjun frá Siðferðiseftirlitinu á umsókn þeirra um að taka félagsleg viðtöl við íbúa í Gautaborgarúthverfunum Hammarkullen og Biskopsgården. Þeir skrifuðu:

„Valdbeiting gerræðislegrar siðferðisnefndar er hindrun í vegi rannsókna. Hjá farsælum rannsóknarþjóðum er siðferðismálum haldið innan háskólanna. Ef stjórnmálamennirnir vilja hafa aðra skipan í Svíþjóð ættu þeir að gefa betur gaum að lénsstjórunum, sem fengið hafa valdið í þessum málaflokki. Virkir fræði- og vísindamenn hafa annað að gera en að eyða tímanum í áhyggjur vegna duttlungafullrar valdbeitingu.“

Ógn við sænsk félags- og hugvísindi

Í opnu bréfi þessara 2.000 vísindamanna er núverandi siðfræðimatskerfi sagt „brýn ógn við sænsk félags- og hugvísindi.“ Carl Öhman, aðstoðarkennari í stjórnmálafræði við háskólann í Uppsölum, er upphafsmaður uppreisnarinnar. Hann segir í viðtali við miðilinn Rannsóknir & Framfarir:

„Núverandi kerfi gerir ómögulegt að framkvæma stóran hluta félagsvísindarannsókna.“

Í lögum um siðferðisendurskoðun kemur fram, að fyrirfram eigi að gera siðferðilega úttekt á rannsóknum sem innihalda „viðkvæmar persónuupplýsingar“ eða persónuupplýsingar varðandi glæpi. Öhman telur að það sé lýðræðislegt vandamál, að rannsakendur eigi erfitt með að endurskoða valdhafa eða jafnvel nota efni sem birst hefur opinberlega, án þess að sækja fyrst um siðfræðilega athugun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila