230 þúsund ólöglegir innflytjendur til ESB það sem af er ári – mesti fjöldi síðan 2016

Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex, hefur tilkynnt að um 230.000 ólöglegir innflytjendur hafi komist inn í ESB það sem af er ári. Þetta er mesti fjöldi síðan 2016.

Fordæmalaus aukning til Tékkalands – 1 200 % aukning ólöglegra flóttamanna á ársgrundvölli

Frontex greinir frá því að fjöldi innflytjenda sem vitað er að hafi komið ólöglega inn í ESB á tímabilinu janúar til septemberloka á þessu ári nemi 228.240 manns – þar af komu 33.380 í september.

Talið er að ólöglegum landamæraferðum hafi fjölgað um 70 % á þessu ári miðað við sama tímabil árið 2021. Þetta er mesti fjöldi ólöglegra innflytjenda sem hafa komið til ESB síðan 2016, segir í frétt Le Parisien. Frontex sagði í yfirlýsingu nýlega:

„Vestur-Balkanskagaleiðin er áfram virkasta fólksflutningaleiðin til ESB með 19.160 flóttamenn í september, tvöfalt fleiri en fyrir ári síðan. Hinn mikli fjölda ólöglegra leiða yfir landamærin má rekja til ítrekaðra tilrauna farandfólks sem þegar er á Vestur-Balkanskaga.“

Aukin umferð eftir hinni frægu Balkanskaga leið hefur leitt til þess að Tékkland hefur haldið uppi landamæraeftirliti ásamt nágrannaríkinu Slóvakíu. ESB-ríkin tvö hafa nú einnig sent herinn til að aðstoða við gæslu landamæranna. Innanríkisráðherra landsins, Vít Rakušan, sagði nýlega:

„Það sem við erum að upplifa núna er fordæmalaust. Árleg aukning fólksflutninga í Tékklandi er 1.200 %. Þetta er ástand sem við sem Tékkland höfum þurft að bregðast við.“

Einnig hefur flóttamönnum fjölgað á Miðjarðarhafsleiðinni til Ítalíu á þessu ári. 65.572 innflytjendur samtals er um 42 % aukning miðað við síðasta ár.

Giorgia Meloni, nýkjörinn forsætisráðherra Ítalíu, hefur lofað að taka á málinu og fækka innflytjendum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila