3 drepnir í 2 skotárásum í Stokkhólmi og sprengjuhryðjuverki í Uppsala í nótt


Það á ekki af Svíum að ganga. Varla hafði fréttaritari skrifað frétt um skotárás í suðurhluta Stokkhólms við fjölmennan íþróttaleikvang fullum af krökkum og unglingum, þar sem þekktur rappari var drepinn, fyrr en ný frétt kom um skotárás i Jordbro fyrir sunnan Stokkhólm, þar sem annar var drepinn og sá þriðji særðist. Þegar fréttaritari vaknaði í morgun og byrjaði að skrifa þá frétt kom frétt um nýtt sprengjuhryðjuverk í raðhúsahverfi norður af Uppsala, þar sem ein kona dó og farið með einhverja særða á sjúkrahús. Talið er að 2 raðhús séu ónýt eftir sprenginguna og 3 raðhús til viðbótar stórskemmd.

Saklaus 25 ára kona dó í sprengjuárásinni

Sprengingin í Storvreta norður af Uppsala gerðist seint á fjórða tímanum í nótt og var svo öflug að a.m.k. tvö raðhús eru talin ónýt. Þrjú raðhús til viðbótar eru stórskemmd. 25 ára saklaus kona dó í sprengjuárásinni og hún bjó granni við þann sem talið er að sprengjunni hafi verið beint gegn. Samkvæmt Expressen lýsti ljósmyndari á staðnum ástandinu sem mikilli ringulreið. Fyrr í ár var skotárás við sama hús. Hræðsla hefur gripið um sig á svæðinu og sum börn neita að fara í skólann og verða viðskila foreldrum sínum.

Skotárás í Jordbro suður af Stokkhólmi

Rúmlega tvítugur maður var drepinn í skotárás í Jordbro suður af Stokkhólmi strax fyrir miðnætti. Annar maður á fertugsaldri særður kominn á sjúkrahús. Lögreglan hefur handtekið þrjá menn vegna árásarinnar. Strax eftir skotárásina sagði viðmælandi sjónvarpsins:

„Fólk hrópar og grætur, ég hef aldrei heyrt svo sterka hvelli.“

Samtals hafa því þrír verið drepnir og nokkrir særðir á minna en hálfum sólarhring í Stokkhólmi og Uppsala. September í ár er þegar búinn að slá öll fyrir árásarmet með 11 drepnum í skotárásum. Enginn mánuður hefur verið svona slæmur síðan lögreglan byrjaði að halda sérstaka skýrslu um ofbeldið ár 2016. Eins og lesendur þessarar fréttar geta ímyndað sér, þá er allt ofbeldið farið að drag þungt myrkur yfir þessa stærstu þjóð Norðurlanda.

Svíþjóð líkt og Líbanon

Einhverjir líkja ástandinu núna í Svíþjóð við fyrrverandi paradís Miðausturlanda, Líbanon. Þar ríkti friður og kristni var útbreidd, velmegun há og fólk kom víða að til að mennta sig. Síðan komu hryðjuverkamenn og líkt í Svíþjóð hófu þeir sprengjuódæði og skotárásir. Tókst þeim að ná völdum af ráðandi kjörnum valdhöfum í innanlandsofbeldi sem þróaðist upp í borgarastyrjöld. Hizbollah sem af mörgum þjóðum eru taldir hryðjuverkamenn eru m.a. vinir sænskra jafnaðarmanna. Í dag ráða hryðjuverkamennirnir, Líbanon orðið múslímskt, velferðinni hefur verið slátrað og ömurleikinn uppmálaður tekinn við. Sömu örlög gætu orðið örlög Svíþjóðar og er vert að vísa til Brigitte Gabriel sem komst lifandi frá Líbanon og býr í Bandaríkjunum en hún eyðir kröftum sínum í að vara vesturlandabúa við því, hverju þeir megi eiga von á ef þeir gæti sín ekki.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila