30 ára gömul áætlun Soros: Gera Úkraínubúa að fallbyssufóðri fyrir Nató

Sýn George Soros frá 1. nóv. 1993 er að raungerast þessa dagana (samsett mynd © World Economic Forum/bolekhiv-rada.gov.ua).

Í grein árið 1993 sem ber titilinn „Á leið að nýrri heimsskipan: Framtíð Nató“ þá spáði vinstri óligarkinn George Soros því, að austur-evrópskir hermenn yrðu notaðir sem fallbyssufóður í átökum til að minnka mannfall meðal aðildarríkja Nató. Í spá sinni sagði Soros, að vestræn ríki myndu ekki þola mikinn fjölda dauðsfalla í stríði á meðan það yrði talið ásættanlegra í Austur-Evrópu.

Remix News segir frá:

„Í því tilviki yrðu Bandaríkin ekki kölluð til að starfa sem alheimslögregla. Þau myndu starfa í sameiningu með öðrum löndum. Þar að auki myndi herbúnaður frá Austur-Evrópu og tæknileg geta Nató til samans auka hernaðargetu samstarfsins til muna því það myndi draga úr hættu á líkpokum Nató-ríkjanna, sem er helsta hindrunin fyrir vilja þeirra til að bregðast við. Þetta er raunhæfur valkostur við yfirvofandi röskun í heiminum“ skrifaði Soros í greininni.

Samkvæmt Remix News virðist þessi skelfilega spá vera við það að raungerast í yfirstandandi stríði í Úkraínu, þar sem austur-evrópskir hermenn, búnir hátæknivopnum frá Nató, bera ábyrgð á fjöldadauða í stríðinu gegn Rússlandi.

Í Úkraínu hefur lítið fréttst af mótmælum gegn drápum a.m.k. 100.000 úkraínskra hermanna, sem fallið hafa í stríðinu. Þessu má líkja við mikil mótmæli sem skóku Bandaríkin, þegar um 58.000 bandarískir hermenn voru drepnir í Víetnamstríðinu á tíu ára tímabili, segir Remix News.

Grein George Soros fjallaði einnig um sýn hans á „nýrri heimsskipan“ – hugtak sem oft er er sagt að sé samsæriskenning en Soros notar á opinn hátt. Hann telur að slík skipun sé nauðsynleg til að stjórna átökum eins og í Úkraínu og til að forðast heimskreppu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila