30 læknar segja sænsku lýðheilsuna hafa falsað 900 dauðsföll – andlát bólusettra skráð sem andlát óbólusettra

Lýðheilsuyfirvöld Svíþjóðar hafa „brenglað“ tölfræði um dauðsföll af völdum kórónuveirunnar og ranglega skráð 900 bólusetta sem látna óbólusetta, samkvæmt hópi lækna í Svíþjóð. (Mynd @ Holger Ellgaard CC 4.0).

Bólusettir sagðir óbólusettir í allt að tvær vikur eftir seinni sprautuna

30 læknar í hópnum Læknaákallið ásaka „Folkhälsomyndigheten“ um að „villa um fyrir almenningi“ með tölfræði sinni. Frá þessu greinir Fria Tider sem ítrekað hefur beðið sænsku lýðheilsugæsluna um viðbrögð án árangurs.

Læknarnir skrifa:

„Yfir 900 dauðsföll af völdum covid-19 hafa ranglega verið skráð sem óbólusettir einstaklingar og þannig hefur ímynd bólusetningaráætlunarinnar, sem FHM ber ábyrgð á, verið fegruð.“

Í vikulegum skýrslum stofnunarinnar er fólk skilgreint sem óbólusett allt að tvær vikur eftir að hafa fengið seinni sprautuna.

Læknaákallið skrifar:

„Ekki er sagt frá því, hvað þessi flutningur dauðsfalla þýðir og röng mynd er birt fyrir fjölmiðlum og sænsku þjóðinni.“

Fara fram á leiðréttar og sannar upplýsingar frá Lýðheilsunni

Læknaákallið hefur óskað eftir gögnum frá sænsku lýðheilsunni um fjölda dauðsfalla í covid-19 árið 2021. Samkvæmt læknum hefur FHM flutt 919 bólusett dauðsföll yfir í hópinn óbólusettir. Ef þessi dauðsföll eru færð yfir á hópinn sem er bólusettur fjölgar bólusettum dauðsföllum allt að 135 prósent.

Blaðamaðurinn Per Shapiro spurði um tölfræðina á blaðamannafundi sænsku lýðheilsustöðvarinnar 27. janúar á þessu ári:

„Hvers vegna skýlið þið viðmiðunarhópnum og hvenær segið þið frá því, hvernig gengur í raun og veru hjá þeim óbólusettu miðað við hina?“

Britta Björkholm deildarstjóri Lýðheilsunnar svaraði:

„ Ég veit ekki hverju ég á að svara. Við höfum mikið af gögnum, við höfum mikið af tölum, við fylgjumst með á marga mismunandi vegu. Ég held að við séum gegnsæ og greinum frá því sem máli skiptir.

Læknarnir krefjast þess nú, að Lýðheilsan gefi „almenningi aðgengilegar og almennar upplýsingar“ um dauðsföll óbólusettra einstaklinga og einnig þeirra, sem hafa verið bólusettir frá og með þeim degi eftir að þeir fengu fyrstu sprautuna.

Læknaákallið skrifar:

„Við höldum því fram, að til þess að hægt sé að meta áhrif bóluefnisins á réttan hátt, þá verði að telja allt fólk bólusett, sem hefur verið sprautað. Ef dánartíðnin er hærri á tímabilnu áður en bóluefnið hefur náð að skapa ónæmi miðað við dánartíðni þeirra óbólusettu, þá eru verndaráhrifin neikvæð.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila