9 af 10 covid-sjúkum eru „bólusettir“

„Bólusettir“ eru áfram alls ráðandi í nýjum covid-sýkingum, gjörgæslu og í tölum látinna með covid samkvæmt vikulegri skýrslu sænsku Lýðheilsunnar. Frá þessu greinir Swebbtv.

Sænska Lýðheilsan fer ekki hátt með hlutfall bólusettra meðal covid-veikra eða þeirra sem deyja með kórónuveiruna í kroppnum

S.l. fimmtudag kom út nýjasta vikuskýrsla Lýðheilsustöðvar um covid-19. Skýrslan er birt á vef stofnunarinnar er ekki eins áhugaverð og áður. Þeir nefna ekki nákvæmar upplýsingar um „bólusetta“ og „óbólusetta“. Ekki heldur í PDF skjalinu (sjá neðar á síðunni). En í Excel-skjalinu er það samt gert, sem hægt er að hlaða niður og lesa ef maður hefur Xcel á tölvunni.

Það sýnir að í viku 36 var tilkynnt um 4.712 ný tilfelli af covid-19. Þar af voru 552 manns óbólusettir og 4.160 bólusettir. Nær 12 % voru því óbólusett og um það bil 88 % bólusett. Í viku 36 voru sjö ný gjörgæslutilfelli skráð í Svíþjóð. Engir voru óbólusettir. Sjö voru bólusettir. 100 % voru bólusett.

Í sömu viku voru skráð 26 ný dánartilfelli með covid-19. Í tveimur þeirra var um óbólusetta einstaklinga að ræða og 24 voru bólusettir. Tæp 8 % voru því óbólusett og 92 % bólusett. Vikuna áður var tilkynnt um 78 dauðsföll, þar af 7 óbólusett og 71 bólusett.

Bólusett fólk hefur verið alls ráðandi í sýkingu og dauða allt árið 2022. Í upphafi ársins voru fleiri óbólusettir gjörgæslu en bólusettir fyrstu fjórar vikurnar. Eftir það eru bólusettir líka ráðandi í þeim flokki, fyrir utan nokkrar aðrar vikur, þegar skráðir bólusettir voru jafnmargir óbólusettum á gjörgæslu.

Útvarp Saga hefur áður skrifað um málið

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila