Aðalritari Sameinuðu þjóðanna: „Við erum á hraðferð til loftslagshelvítis“

Mikael Willgert þáttarstjóri hjá sænska Swebbtv t.v. á myndinni ræddi loftslagsmálin og yfirstandandi ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna við Magnus Stenlund fréttagreinanda Swebbtv t.h. í mynd. Aðalritari SÞ Antonio Guterres í miðju á myndinni að ofan, varaði heiminn við því að við séum öll á hraðferð til „loftslagshelvítis.“ (samsett mynd, skorið skjáskot Swebbtv).

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna grípur sífellt til stærri orða til að lýsa væntanlegum loftslagsdómsdegi

Globalistarnir verða sífellt örvæntingarfyllri. Sífellt fleiri átta sig á því hvað þessi valdaelíta er í raun og veru að bralla. En dómsdagsaðallinn bakkar ekkert fyrir það. Þvert á móti er „lygum“ alþjóðlegrar svikastarfsemi lyft upp í enn hærri og fáránlegri hæðir. Magnus Stenlund fréttagreinandi hjá Swebbtv segir glóbalistana vera undir miklum þrýstingi. Hann segir fyrstu viðbrögð glóbalistanna vera að verða árásargjarnari. „Þeir verða algjörir lýðskrumarar“ segir Stenlund.

Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi básúnaði António Guterres, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna, því út að heimurinn væri á leiðinni í „loftslagshelvítið“ eða „loftslagshyldýpið“. Að sögn Magnus Stenlund hjá Swebbtv er þetta eintóm della og merki um að hnattræningjarnir séu að verða örvæntingarfullir. Sífellt fleiri efast um stefnu þeirra og fullyrðingar.

Einn af þátttakendum ráðstefnunnar var einnig fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, sem að sögn gagnrýnenda er frægur fyrir allar röngu hræðsluspár sínar um loftslagið. Loftslagsmálin eru greinilega verkefni „elítunnar.“ Magnus Stelnund segir:

„Þegar glóbalistarnir verða undir þrýstingi, þá verða þeir árásargjarnari. Það eru fyrstu viðbrögðin. Þeir verða enn meiri lýðskrumarar. Þetta er svo algjörlega út í hött miðað við þær staðreyndir, sem við höfum uppi á borðinu. Það er svo rangt að það er augljóst að fólk getur séð með eigin augum, að þetta er ekki satt. En með því að gefa í er keyrt yfir alla með þessum orðum. Það er frekar óþægilegt.“

Loftslagshræðslupúkarnir hafa reynt að hræða heiminn í mörg ár. En hryllingssögur þeirra rætast ekki. Þetta á ekki síst við um allar óraunhæfar spár um stóraukið vatnsborð sem aldrei ganga eftir. En það skiptir engu máli. Þeir koma bara með nýja hluti og enginn krefur þá svara.

Nýjasta hræðsludagsetning glóbalistanna er „árið 2030“

„Þetta fólk hefði átt að vera útilokað frá umræðunni eftir að spár þeirra reyndust rangar. Þeir ættu að minnsta kosti að hafa góðar skýringar á því, hvers vegna það varð ekki eins og þeir sögðu, en þeir þurfa ekki að koma með þær. Þeir halda því bara áfram og stækka sjóndeildarhringinn. Núna gildir þess vegna ár 2030 í staðinn. Þessi loftslagsáætlun er alvarleg, hún sýgur svo mikið fjármagn til bransans.“

Á samfélagsmiðlum halda sumir, að Svíþjóð hafi fallið frá loftslagsáætluninni með nýrri hægri stjórn. En líklega er það ekki raunin:

„Ný fjárlög hafa verið lögð frá á þingi, sem eru mjög aðhaldssöm. Það þarf að setja peninga í kjarnorku og það er gott“ segir Stenlund. „En þeir tala líka um að mikið af fjármagni fari í loftslagsaðgerðir. Það er ótrúlegt, það er bara verið að henda peningunum í vaskinn.“

Rafbílastyrkir upp á 70.000 SEK verða afnumdir í Svíþjóð. Jafnframt hefur ESB sagt, að sala nýrra bensín- og dísilbíla verði bönnuð árið 2035. Það er nú þegar díselskortur í Bandaríkjunum. Magnus Stenlund segir:

„Það eru loftslagsmálin, umskiptin yfir í raforku, sem valda því að bæði sænskir ​​og þýskir framleiðendur yfirgefa það sem þeir hafa verið sérfræðingar í í hundrað ár, þ.e.a.s. brunahreyfla. Þeir eru út um alla landsbyggðina eins og taugakerfi. Þetta á að yfirgefa. Og svo þarf að fjárfesta í einhverju þar sem þú ert töluvert langt á eftir helstu keppinautum eins og Tesla. Það verður aldrei gert. Hvernig á að vera hægt að byggja upp svona stóran rafbílaflota? Ef það á að gera það t.d. bara í Bretlandi, þá þarf að nota helming þess kopars sem til er.“

Mikael Willgert hjá Swebbtv segir þetta vera hreina fantasíu:

„Við erum að endurskipuleggja fyrir hundruð, þúsundir milljarða af sameiginlegum eignum okkar og seljum burtu lykilatvinnugreinar.“

Hlusta má á allt viðtalið á sænsku við Magnus Stenlund hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila