Aðgerðir bandaríkjahers í Póllandi þær umfangsmestu síðan Sovétríkin féllu

adgerdipollandiStærsta hernaðaraðgerð Bandaríkjanna síðan eftir fall Sovétríkjanna er hafin í Póllandi. Herdeild með 3500 hermönnum og um 80 skriðdrekum ásamt fjölda herbíla er komin til Póllands undir því yfirskyni að verja Pólland gegn mögulegri árás Rússa. Abrahams skriðdrekar og hermenn eru komnir til bæjarins til Zagan í Póllandi en ekki er enn vitað hvort eða hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar af hálfu hersins. Í frétt AP fréttastofunnar segir að forsætisráðherra Póllands muni koma til Zagan á laugardaginn til að fagna komu bandarísku hersveitarinnar. Hernaðaraðgerðin er sögð hafa verið framkvæmd til þess að efna loforð Barack Obama Bandaríkjaforseta um að vernda Pólland og Eystrarsaltslöndin fyrir Rússum eftir hernám Rússlands á Krímskaga.  Johan Eellend varnarmálasérfræðingur hjá sænska hernum segir í viðtali við sænska sjónvarpið að með þessum herflutningi sé Obama að efna loforð sitt um eflingu NATÓ á þessum slóðum og með því að gera þetta á síðustu metrunum í forsetaembætti gerir hann Trump miklu erfiðara fyrir að draga Bandaríkin úr aðgerðinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila