Adidas með auglýsingaherferð sem sýnir íslam sem dæmigert fyrir Svíþjóð

Adidas, sænska knattspyrnusambandið m.fl. hafa hafið auglýsingaherferð sem beint er til múslíma í Svíþjóð á föstumánuði þeirra Ramadan. Auglýsingamyndin gengur út frá því sem gefnu að íslam sé normið í Svíþjóð (mynd skjáskot Youtube).

Adidas, ásamt sænska knattspyrnusambandinu, hefur hafið auglýsinga herferð sem staðlar íslam sem eðlilegt fyrir ímynd Svíþjóðar. Íþróttafatafyrirtækið hefur ráðið auglýsingastofuna Obeya til að hanna herferðina „Frá sólarupprás til sólarlags.“ Frá þessu greinir blaðið Resume.

Herferðin er sögð beinast að „einni milljón múslima“ í Svíþjóð. Redwaan Hossain, fulltrúi Adidas í Svíþjóð, segir að fyrirtækið sé aðeins að gefa ábendingar og ráð fyrir föstumánuð múslima, Ramadan. Redwaan Hossain segir:

„Þrátt fyrir vaxandi áhuga á íþróttaþjálfun á tímabili Ramadan, þá eru upplýsingar um það sundurleitar. Margir múslímar fasta á meðan Ramadan stendur og vilja samtímis halda áfram að stunda íþróttir en vita ekki alveg hvernig á að gera það.“

Adidas skipuleggur átakið ásamt sænska knattspyrnusambandinu, sænska körfuknattleikssambandinu og maraþonhópnum.

Múslímaflokkurinn hyllir auglýsingu Adidas sem „innlegg gegn íslamafóbíu“

Mikail Yuksel, foringi múslímaflokksins Nyans, hyllir auglýsingu Adidas, vegna þess að hún tekur afstöðu með íslam gegn íslamafóbíu sbr. tíst hans hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá auglýsingamynd Adidas.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila