Ætlar að brenna Kóraninn á hverjum föstudegi – „þar til að Svíþjóð verður hleypt inn í Nató“

Lögreglan gætir þess, að Paludan geti framfylgt réttindum sínum til að mótmæla en hann brenndi Kóraninn að nýju, að þessu sinni við tyrkneska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Paludan sést innan við merkingu lögreglunnar með eintak af Kóraninum á grasinu fyrir framan sig (mynd skjáskot Facebook).

Dansk-sænski íslams-gagnrýnandinn Rasmus Paludan brenndi Kóran fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag föstudag. Atvikið átti sér stað eftir að Paludan kveikti nýlega í öðru eintaki af heilagri bók íslams við tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi og skapaði alþjóðlega kreppu. Paludan sagði við Aftonbladet á fimmtudag:

„Ég mun brenna Kóraninn fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á hverjum föstudegi þar til Svíþjóð verður tekið með í Nató.“

Að sögn Reuters hafði tyrkneski utanríkisráðherrann þegar kallað danska sendiherrann í Tyrklandi inn á teppið.

Í Danmörku er réttur til mótmæla stjórnarskrárbundinn og því ekki þarf leyfi frá lögreglunni til þess en það verður að tilkynna lögreglunni um fyrirhuguð mótmæli. Lögreglan hefur einnig rétt til að flytja eða leysa upp mótmæli, ef aðstæður krefjast þess.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila