Afhjúpað: Svona sprengdu Bandaríkin Nord Stream í loft upp

Það voru Bandaríkin í samvinnu við Noreg sem sprengdu rússnesk-evrópska orkumannvirkið Nord Stream í september síðastliðnum. Nýstofnaður netmiðill hins goðsagnakennda rannsóknarblaðamanns Seymour Hersh, Substack, greinir frá uppljóstruninni. Að sögn Hersh komu kafarar bandaríska sjóhersins fjarstýrðum sprengjum á gasleiðslunum í tengslum við æfingu Nató í Eystrasalti árið 2022. Greinin er byggð á heimildarmanni með beina vitneskju um aðgerðina. Seymour Hersh staðfestir í viðtali við Spútnik News, að hann standi á bak við uppljóstrunina.

Seymour Hersh

Rússar hafa áður ásakað Bandaríkin og „Engilsaxa“ fyrir hryðjuverkið, þegar gasleiðslur Nord Stream í Eystrasalti voru sprengdar í september síðastliðnum. Núna hefur Pulitzer verðlaunahafinn Seymour Hersh, einn fremsti rannsóknarblaðamaður heims, birt grein á Substack sem sýnir hvernig árásin gerðist – og hverjir standa á bak við hana. Samkvæmt greininni var verknaðurinn framinn í „leynilegri flotaaðgerð.“ CIA og Nató-ríkið Noregur tóku einnig þátt í hryðjuverkaárásinni. Fyrirsögn greinar Seymor Hers er „Hvernig Bandaríkin tóku út Nord Stream.“ Seymour Hersh skrifar:

„Í júní síðastliðnum komu kafarar sjóhersins, sem starfaði í skjóli miðsumars á Nató-æfingu BALTOPS 22, fyrir fjarstýrðum sprengjum, sem þremur mánuðum síðar eyðilagði þrjár af fjórum Nord Stream leiðslum, að sögn heimildarmanns með beina þekkingu á skipulagningunni.“

„Nokkrir liðsmenn flugu til Noregs einhvern tíma í mars til að hitta norsku leyniþjónustuna og sjóherinn.“

Norski sjóherinn fann besta staðinn til að koma sprengjunum fyrir

Aðalverkefnið var að finna besta staðinn í Eystrasalti til að koma sprengjunum fyrir. Norski sjóherinn fann fljótlega rétta staðinn, að sögn Hersh. Grunnan sjó í Eystrasalti nokkrar mílur fyrir utan hið danska Bornholm. Heimildarmaðurinn segir að „Norðmenn hötuðu Rússa.“ Bent er á í greininni, að Norðmenn gætu hafa haft aðra hagsmuni, því eyðilegging Nord Stream myndi gera þeim kleift að selja miklu meira af eigin jarðgasi til Evrópu.

Þremur mánuðum síðar – þann 26. september 2022 – voru sprengjurnar virkjaðar með sónarbauju sem eftirlitsflugvél norska sjóhersins sleppti í sjóinn. Fyrst voru merkin send til Nord Stream 2, síðan Nord Stream 1. Aðgerðin kom eftir margra mánaða viðræður á milli Hvíta hússins, CIA og hersins á meðan verið var að finna út, hvernig ætti að framkvæma aðgerðina án þess að skilja eftir sig spor, sem sýndu þátttöku Bandaríkjamanna í árásinni.

Bæði CIA og Hvíta Húsið neita allri þátttöku í hryðjuverkinu

Bæði CIA og Hvíta húsið neita því að þau hafi átt þátt í árásinni. Sputnik News segist hafa fengið það staðfest, að Substack miðillinn sé í eigu Seymour Hersh. „Auðvitað“ segir Hersh, þegar Sputnik spyr hann, hvort það sé hann sem hafi skrifað greinina, sem var sett á nýju Substack heimasíðuna. Á heimasíðu Substack útskýrir höfundurinn, að hann hafi valið þann vettvang til að öðlast frelsi. Seymour Hersh skrifar í annarri grein með fyrirsögninni „Hvers vegna Substack?“ :

„Hér hef ég það frelsi sem ég hef alltaf barist fyrir. Ég hef séð hvern rithöfundinn á fætur öðrum losa sig undan fjárhagslegum hagsmunum útgefenda sinna á þessum vettvangi, skrifað djúpar greinar án þess að óttast orðafjölda eða dálkastærð og – síðast en ekki síst – talað beint til lesenda sinna.“

Seymour Hersh hefur unnið að uppljóstruninni um Nord Stream í nokkra mánuði. Hann skrifar:

„Þetta er sannleikurinn sem tók mig þrjá mánuði að finna.“

Uppljóstrun Seymour Hersh má finna hér.

Hér að neðan er myndband frá blaðamannafundi fyrir meira ein ári síðan, þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði að slá út Nord Stream gasleiðslurnar ef Rússar færu inn með her í Úkraínu:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila