Afríkubúar storma ESB þúsundum saman – neyðarástand á Lampedusa

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að meira en 8.000 ólöglegir innflytjendur komu til landsins á einum degi. Myndbönd sýna hundraði báta hlaðna ólöglegum innflytjendum koma til ítalskra hafna. Má líkja sókn innflytjendanna við skipulagða innrás.

Kom til átaka á Lampedusa þegar stórir hópar Afríkubúa reyndu að brjótast í gegnum lögreglulínur. Georg Pazderski, fyrrverandi stjórnmálamaður Valkosts fyrir Þýskaland skrifar á X (sjá að neðan):

„Ragnarrök á Lampedusa. Ítalska lögreglan reynir að halda ólöglegu afrísku farandfólki í skefjum. 160 bátar hafa flutt 8.000 ólöglega innflytjendur sem eru eingöngu ungir, sterkir menn sem ætla á bótakerfið okkar.“

Lýsti yfir neyðarástandi

Filippo Mannino, borgarstjóri Lampedusa, ákvað á miðvikudagskvöld að lýsa yfir neyðarástandi, að því er fréttastofan Ansa greinir frá. Hann kallaði eftir auknum stuðningi við litlu eyjuna, sem hann sagði vera undir miklum þrýstingi. Opinberlega er fjöldi ólöglegra innflytjenda á eyjunni nú fleiri en raunverulegir íbúar. Mannino sagði:

„Allir hafa á einhvern hátt hjálpað þeim innflytjendunum sem þurftu á aðstoð að halda. En núna er raunverulega rétti tíminn til að leita að skipulagðri lausn mála.“

Giorgia Meloni hefur svikið okkur

Eva Vlaardingerbroek skrifar á X:

„Hvar er þetta „Blocco Navale“ (stöðvun flóttamannabáta) sem þú lofaðir okkur GiorgiaMeloni? Þú hefur svikið kjósendur þína – og alla aðra í Evrópu.“

https://twitter.com/Georg_Pazderski/status/1701962049771675929?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1701962049771675929%7Ctwgr%5Efe0ec9d11fc1e2ad1cd72a83d6e2712996e189e6%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.friatider.se%2Fapokalyptiska-scener-pa-lampedusa-6000-nya-illegala-invandrare-pa-ett-dygn
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila