Al-Qaeda hryðjuverkamenn frá Sýrlandi sendir til Úkraínu að berjast gegn Rússum

Aleppo undir árás hryðjuverkamanna ár 2016. Núna fara hryðjuverkamenn al-Qaeda til Úkraínu gegn greiðslu til að berjast gegn Rússum (mynd © Preacher lad CC 4.0).

Liðsmenn í hryðjuverkasamtökunum Jabhat al-Nusra, sem tengjast al-Qaeda, hafa verið sendir frá Sýrlandi til Úkraínu til að berjast gegn Rússlandi, að sögn heimildarmanna írönsku Al-Alam sjónvarpsstöðvarinnar, að því er Tass fréttastofan greinir frá. Hingað til hafa um 70 hryðjuverkamenn farið til Úkraínu.

Nota sömu aðferðir og í Afganistan gegn Sovétríkjunum

Árið 2015 útskýrði bandaríski hagfræðiprófessorinn Michael Hudson í viðtali (sjá neðar á síðunni), að Bandaríkin beittu sömu stefnu í Úkraínu gegn Rússlandi og þau gerðu í Afganistan gegn Sovétríkjunum. Fengnir voru öfgafyllstu aðilar sem til voru til að berjast gegn andstæðingum Bandaríkjanna. Í Afganistan var um íslamista að ræða, sem CIA fjármagnaði með „Operation Cyclone.“ Frá þeim komu al-Qaeda og Osama bin Laden. BBC skrifar í grein frá 2004:

„Á meðan á þessu and-sovéska heilaga stríði stóð, þá fengu Bin Laden og bardagamenn hans fjármögnun frá Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Sumir sérfræðingar telja að Bin Laden hafi sjálfur fengið öryggisþjálfun frá CIA.“

CIA styrkti einnig herskáa hópa í Sýrlandi á árunum 2013-2017 til að reyna að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli undir dulnefninu „Timber Sycamore.“ Leyniaðgerðin var samþykkt af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.

Íslamistar fá greitt fyrir að berjast gegn „sameiginlegum óvin – Rússlandi“

Íranskir ​​fjölmiðlar segja frá því núna, að meðlimir hryðjuverkasamtakanna Jabhat al-Nusra sem tengjast al-Qaeda hafa verið sendir frá sýrlenska héraðinu Idlib til Úkraínu til að berjast gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum hafa leiðtogar Jabhat al-Nusra nýlega fundað með yfirmönnum í vesturhluta Idlib til að sannfæra íslamistana um að fara til Úkraínu í staðinn. Þeim sem vildu ganga í úkraínska herinn var lofað fjárhagslegri umbun. Leiðtogi al-Nusra útskýrði að samtök íslamista eigi „sameiginlegan óvin – Rússland.“

Samkvæmt upplýsingum hafa yfir 70 hryðjuverkamenn verið sendir frá Idlib til Úkraínu á síðustu tveimur vikum, þar á meðal herforingjar. Idlib er í dag eina svæði Sýrlands sem enn er að mestu leyti á valdi íslamista. Þeir sem fara til Úkraínu fara í gegnum Tyrkland.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila