Aldrei hafa jafn margir Svíar tapað jafn miklum peningum á jafn stuttum tíma

Hinn snjalli hagfræðipenni, Andreas Cervenka, sem núna starfar hjá Aftonbladet, telur að sænski Seðlabankinn hækki vextina um hálft prósentustig til viðbótar eftir rúmar þrjár vikur. Hann segir, að lánaveislan valdi því, að Svíar hafi tapað meira fé en nokkru sinni fyrr og að Seðlabankinn hafi skotið sig sjálfan í fótinn:

„Vísitalan neysluverðs, sem skiptir mestu máli fyrir almenna Svía, hækkaði um heil 12,3 prósent. Þetta er hrein hryllingstala. Verðbólgan fór í 8,2 % fyrir allt árið 2022 samtímis og hlutabréfamarkaðurinn og húsnæðismarkaðurinn féllu. Aldrei hafa jafn margir Svíar tapað jafn miklum peningum á jafn stuttum tíma“.

Komið að dómsdegi sænskra heimila

Cervenka vísar til yfirlýsinga Stefan Ingves fyrrverandi seðlabankastjóra í CNBC, þar sem hann sagði, að „komið væri að dómsdegi“ fyrir veðsett sænsk heimili. Að sögn Andreas Cervenka er augljóst, að erlendir fjárfestar hafi sömu skoðun og Stefans Ingve á stundandi sænskum dómsdegi. Á einu ári hefur krónan um rúm 10 % gagnvart evrunni og 17 % gagnvart dollar. Til þess að byggja upp gjaldeyrisforða hefur Seðlabankinn keypt aðra gjaldmiðla og selt sænskar krónur.

Hluti vandans er, að Seðlabankinn hefur ekkert markmið um gengi krónunnar. Þó að talað hafi verið um að styrkja gengið, þá hefur það ekki gerst. Það eykur hættuna á, að verðbólgan vari lengur í Svíþjóð en í öðrum löndum og að hækka þurfi vexti meira en annars. Cervenka skrifar:

„Í heimsfaraldrinum greip Seðlabankinn inn í markaðinn með því að kaupa húsbréf og vaxtaberandi verðbréf af fyrirtækjum og sveitarfélögum. Hægt væri að halda því fram, að Seðlabankinn hefði átt að eyða einhverju fé á síðasta ári í krónukaup til að reyna að ýta verðbólgunni hraðar niður en yfirvöld gerðu hið gagnstæða.

Erik Thedéen hefur nú tekið við sem nýr Seðlabankastjóri í Svíþjóð. Andreas Cervenka bendir á að ólíklegt sé að hann muni gera U-beygju og hefja stórkaup á krónum:

„Þegar hann er á nýju skrifstofunni sinni og fer í gegnum það, sem Stefan Ingves hefur skilið eftir sig, er ekki ólíklegt að hann hristi höfuðið og segi í hljóði: þvílíkur hrærigrautur.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila