Allt að tvær milljónir Frakka mótmæltu skerðingu ellilífeyris – Macron vill hækka atvinnualdur frá 62 til 64 ár

Ein til tvær milljónir Frakka mótmæltu fyrirhuguðu nýju ellilífeyriskerfi í Frakklandi í síðustu viku sem Emmanuel Macron forseta vill koma á. Frakkland var lamað, þegar samgöngur, iðnaðarfyrirtæki og skólar gerðu hlé á vinnu, þegar starfsmennirnir tóku þátt í mótmælunum, sem verkalýðsfélögin skipulögðu.

Fyrirhugaðar ellilífeyrisumbætur ríkisstjórnar Macron fela meðal annars í sér hækkun eftirlaunaaldurs frá 62 ára aldri eins og gildir í dag upp í 64 ára aldur. Á að framlengja atvinnualdur um þrjá mánuði í einu í þrepum fram til ársins 2030, þegar búið á að vera að auka vinnualdur um tvö ár. Reiknar ríkisstjórnin með því að spara um 17,7 milljarði evra á breytingunni. Frakkar eru allt annað en ánægðir með áætlanir Macron. Sjálfur fullyrðir Macron, að umbæturnar séu nauðsynlegar til að endurbæta deyjandi kerfi – á meðan sumir af eigin sérfræðingum ríkisstjórnarinnar hafa sagt að lífeyriskerfið sé í tiltölulega góðu ásigkomulagi og líklegt að það muni að lokum ná jafnvægi á fjárlögum án umbótanna.

Innanríkisráðuneytið sagði á fimmtudagskvöldið að alls hefðu um 1,2 milljónir manna mótmælt víðs vegar um Frakkland, þar af 80.000 í París, segir í frétt France 24. Skipuleggjendur verkalýðsfélaganna segja hins vegar að allt að 2 milljónir manns hafi tekið þátt í mótmælunum, þar af 400.000 í París einni saman. Samkvæmt verkalýðsfélögunum voru um 70% barnaskólakennara og 65% menntaskólakennara með í mótmælunum. Fjölmenn mótmæli fóru einnig fram í borgum eins og Lyon, Marseille, Montpellier og Nantes sem og á frönsku eyjunni Korsíku.

Verkalýðsfélögin hafa boðað til nýs allsherjarverkfalls og mótmæla 31. janúar næst komandi.

Sjá nánar hér og hér

Deila